Sumarstörf hjá Fjallabyggð 2024

Fjallabyggð auglýsir fjöldann allan af spennandi og krefjandi sumarstörfum laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk. Fjölbreytt störf eru í boði.
Lesa meira

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 Námuvegur 8 – breytt landnotkun

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 30. apríl 2024 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Auglýsing um skipulagsmál í Fjallabyggð -Flæðar á Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 í Ólafsfirði

Tillaga að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 í Ólafsfirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast af deiliskipulagsmörkum þjóðvegarins í norður og austur.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí 2024.

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert. Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað. Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí 2024.
Lesa meira

Götusópur fer af stað í Fjallabyggð

Með hækkandi sól fer götusóparinn af stað. Fimmtudaginn 2. maí hefjumst við handa við árlega hreinsun gatna. Ááætlað er að þetta standi yfir í nokkra daga. Við biðjum bæjarbúa um að fylgjast vel með og færa til ökutæki ef kostur er á ti að auðvelda hreinsun gatna.
Lesa meira

Staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði

Kosning um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði fer nú fram á netinu með rafrænum skilríkjum undir slóðinni kirkjugardur.betraisland.is. Valið stendur á milli afmarkaðs svæðis við Brimnes og við Garðsveg. Aðeins íbúar 18 ára og eldri með lögheimili í Ólafsfirði geta tekið þátt í staðarvalinu og bent er á að niðurstaðan er ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi fyrir ákvarðanatöku bæjarstjórnar.
Lesa meira

Fjallabyggð lækkar gjaldskrár frá 1. maí nk.

Lækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins. Við gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði var því m.a. beint til sveitarfélaga að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Miðað er við að hækkanir þessa árs verði ekki umfram 3,5%. Þá verði gjaldskrárhækkunum stillt í hóf eins og nokkur kostur er á samningstímanum.
Lesa meira

Söngskemmtun Karlakórs Fjallabyggðar ásamt Ástarpungunum

Laugardaginn 4. maí næstkomandi ætlar Karlakór Fjallabyggðar að blása til söngskemmtunar og hefur fengið til liðs við sig ballhljómsveitina Ástarpungana.
Lesa meira

Næsti fundur bæjarsjórnar verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2024

Haldinn verður fundur í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 30. apríl kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Tjarnarborg.
Lesa meira